föstudagur, 28. ágúst 2009

Lífið gengur og gengur og gengur...

Líf mitt:

Ritgerð
Ritgerð
Ritgerð
Ritgerð
Ritgerð
Ritgerð
Vinna
Sækja Sigþór
Horfa á Star Trek
Spila Super Mario Yoshi Island
Borða Cheerios
Drekka kók

Leiðbeinandi minn er komin með ritgerðina til yfirlestar. Fæ hana eftir helgi. Vona hún sé ekki alveg hræðileg...
Finnst skrýtið að fara ekki í skólann í haust, vinna bara og hanga og gera ekki neitt.
Kannski maður fari bara út á háskólafjölritun og nái sér í eitthvað lærdómshefti - er hrædd við fráhvarfseinkenni sem gætu komið vegna lestur/lærdómsleysis...

Vélin lendir 1:25, get ekki beðið að hitta hann Sigþór minn!

Sjáumst!

þriðjudagur, 11. ágúst 2009

Sumarið og Ritgerð

Sumarið bara verða búið? Merkilegt hvað tíminn líður ógnarhratt...

Ritgerðin mín hefur gengið hrikalega hægt, er samt komin með nokkrar blaðsíður en hún ætti í raun að vera búin og ég að lesa yfir. Ég er í fríi frá vinnu til 28. ágúst þannig þetta hefst, vona bara ég verði búin að skrifa hana og lesa einu sinni yfir fyrir menningarnótt!

Svo keypti ég mér nýja tölvu! Sem er auðvitað æðislegt, þó ég vorkenni gömlu tölvunni aðeins, hún fór úr notkun bara strax, en það er svakalegur munur á þeim. Enda var gamla tölvan orðin 4 ára gömul, hæg og svoleiðis. Allavega er þetta nýja vélin:


Ég er mjög sátt með hana :)

Sjáumst!