föstudagur, 7. janúar 2011

Júlía Snót

Fallega fallega barnið mitt :)

laugardagur, 15. maí 2010

Sumarið er komið, svona á það að vera.

Ég er að prjóna teppi og ungbarnasett fyrir litla barnið mitt sem á að koma 30.júní. Það er afskaplega gaman að prjóna, sérstaklega ef það eru smá munstur í prjóninu, eins og perluprjón. Það er tímafrekt en gaman að sjá afraksturinn.
Þetta er teppið sem ég er að prjóna, nema það eru aðrir litir, nota fjóra liti en ekki fimm.
Og nota ullargarn úr Europris, því það er frekar ódýrt og svo átti ég til tvo liti þaðan.
Ungbarnasettið er peysa, húfa og hosur, voða sætt. Er ekki með mynd af því, en það er uppskrift úr Saumaklúbbnum. Fullt af skemmtilegum uppskriftum þar, verst maður er ekkert snöggur að prjóna og þekki það svo lítið, en kannski mun ég prjóna fullt upp úr þessu í framtíðinni. Á þó allavega uppskriftirnar til, fínt að horfa þannig á þetta, svo maður stressist ekki upp og haldi sig þurfa prjóna allt strax.

Það er bara 1 1/2 mánuður í litla barnið. Held við séum búin að ákveða nafnið á henni, nema sónarnir hafi haft rangt fyrir sér og það komi bara strákur! En við reddum nafninu ef það gerist.

Við erum búin að endurskipuleggja íbúðina, eina sem vantar er kommóða fyrir barnafötin, einnig á ég eftir að fara í gegnum þau og flokka og þvo og svona. Er ekki alveg að leggja í það strax, þarf að fá andann yfir mig.

En þetta er allt að koma, eigum bara eftir að fá vögguna, vagn og barnabílstól í hús, þá er þetta komið. Verður skrýtið að fá svo lítinn einstakling í hendurnar sem verður háður manni til að lifa af..

fimmtudagur, 31. desember 2009

2009

Það gerðist nú margt árið 2009 sem er nú að líða.

Ætla stikla á risastóru hvað varðar það ár:

  • Sigþór minn varð 28 ára þann 18. janúar, ásamt því að systkini okkar urðu þrítug, Tinna og Ágúst. Fórum í þrítugs afmæli Ágústar á Hveragerði og skemmtum okkur þar. Tinna var aftur á móti kasóleitt og hélt kaffiboð heima hjá sér.
  • Ég eignaðist litla sæta frænku í febrúar, hana Uglu, hún er mjög vinsæl í fjölskyldunni.
  • Svo komu tvö stykki í apríl, það var hún sæta Morgan sem fæddist í Malasíu og Gabríel litli, sem bróðir hans Sigþórs eignaðist. Bara nokkrir dagar á milli þeirra, þótt hún Morgan átti nú að koma í júní, var bara að flýta sér.
  • Ég tók seinustu prófin mín í háskólanum í maí, það tók mikið á taugarnar.
  • Í júní byrjaði ég svo á BA ritgerðinni minni um Twilight séríuna, tók allt sumarið og var misskemmtilegt.
  • Einnig fór ég í júní í heimsókn til Ágústu í kaupmannahöfn, gaman var að kíkja þangað eftir nokkra ára hlé, fara í tívolíið og H&M. Þakka Heiðdísi fyrir að vera mikill bjargvættur þar.
  • Júlí og ágúst fóru svo bara í vinnu og ritgerðarskrif.
  • Stebbi, Rexy og Morgan komu svo í heimsók til Íslands í ágúst og voru fram til miðjan september. Mikið var nú skemmtilegt að sjá hana Morgan í fyrsta skipti, hún olli mikla lukku í fjölskyldunni.
  • Svo í lok ágúst, byrjun september fékk ég þá góðu fréttir að Birna vinkona væri ófrísk, það kríli ætlar að koma 21. mars.
  • Í september skilaði ég svo BA ritgerðinni og fékk litla 7 fyrir hana.
  • Svo fékk ég BA gráðu í október og hélt bæði upp á afmæli mitt og útskrift í þeim góða mánuði. Sigþór skilaði svo sinni BS ritgerð og fékk einkunn í desember, það var góð 8 sem hann fékk fyrir hana.
  • Nóvember leið svo bara hjá...
  • Í desember komum við fjölskyldunni og vinum mikið á óvart með góðum fréttum og bíðum í ofvæni eftir 2010.
Gleðilegt nýtt ár!

miðvikudagur, 23. september 2009

Tómleiki

Ritgerðinni hefur verið skilað!

Hvað á ég þá að gera?

Ég ákvað að fara læra spænsku í fjarnámi við FÁ og vona það gangi vel. Maður tók sko aldrei þriðja tungumálið í framhaldsskóla...

Vinnan er þá bara það sem eftir er....vinna....vinna....

En bíð svo "spennt" eftir einkunn...jújú, er svosum alveg spennt, hún á að koma 2. október, vona hún verði ásættanleg!

Sjáumst!

föstudagur, 28. ágúst 2009

Lífið gengur og gengur og gengur...

Líf mitt:

Ritgerð
Ritgerð
Ritgerð
Ritgerð
Ritgerð
Ritgerð
Vinna
Sækja Sigþór
Horfa á Star Trek
Spila Super Mario Yoshi Island
Borða Cheerios
Drekka kók

Leiðbeinandi minn er komin með ritgerðina til yfirlestar. Fæ hana eftir helgi. Vona hún sé ekki alveg hræðileg...
Finnst skrýtið að fara ekki í skólann í haust, vinna bara og hanga og gera ekki neitt.
Kannski maður fari bara út á háskólafjölritun og nái sér í eitthvað lærdómshefti - er hrædd við fráhvarfseinkenni sem gætu komið vegna lestur/lærdómsleysis...

Vélin lendir 1:25, get ekki beðið að hitta hann Sigþór minn!

Sjáumst!

þriðjudagur, 11. ágúst 2009

Sumarið og Ritgerð

Sumarið bara verða búið? Merkilegt hvað tíminn líður ógnarhratt...

Ritgerðin mín hefur gengið hrikalega hægt, er samt komin með nokkrar blaðsíður en hún ætti í raun að vera búin og ég að lesa yfir. Ég er í fríi frá vinnu til 28. ágúst þannig þetta hefst, vona bara ég verði búin að skrifa hana og lesa einu sinni yfir fyrir menningarnótt!

Svo keypti ég mér nýja tölvu! Sem er auðvitað æðislegt, þó ég vorkenni gömlu tölvunni aðeins, hún fór úr notkun bara strax, en það er svakalegur munur á þeim. Enda var gamla tölvan orðin 4 ára gömul, hæg og svoleiðis. Allavega er þetta nýja vélin:


Ég er mjög sátt með hana :)

Sjáumst!

þriðjudagur, 26. maí 2009

"Sumarfrí"

Sumarfríið er byrjað, eða þannig, er auðvitað að vinna og svo mun BA ritgerðin mín verða til í sumar. Ég er að lesa Twilight bækurnar. Mjög gaman að lesa þetta, kannski ekki það besta sem ég hef lesið um ævina, en samt sem áður skemmtilegt.
Hef fátt annað að segja!!
Hin undurfögru litlu frænkur mínar, þær Ugla og Morgan.


Uppáhaldskötturinn minn hann Simbi.


Sjáumst!