Ég er að prjóna teppi og ungbarnasett fyrir litla barnið mitt sem á að koma 30.júní. Það er afskaplega gaman að prjóna, sérstaklega ef það eru smá munstur í prjóninu, eins og perluprjón. Það er tímafrekt en gaman að sjá afraksturinn.
Þetta er teppið sem ég er að prjóna, nema það eru aðrir litir, nota fjóra liti en ekki fimm.
Og nota ullargarn úr Europris, því það er frekar ódýrt og svo átti ég til tvo liti þaðan.
Ungbarnasettið er peysa, húfa og hosur, voða sætt. Er ekki með mynd af því, en það er uppskrift úr Saumaklúbbnum. Fullt af skemmtilegum uppskriftum þar, verst maður er ekkert snöggur að prjóna og þekki það svo lítið, en kannski mun ég prjóna fullt upp úr þessu í framtíðinni. Á þó allavega uppskriftirnar til, fínt að horfa þannig á þetta, svo maður stressist ekki upp og haldi sig þurfa prjóna allt strax.
Það er bara 1 1/2 mánuður í litla barnið. Held við séum búin að ákveða nafnið á henni, nema sónarnir hafi haft rangt fyrir sér og það komi bara strákur! En við reddum nafninu ef það gerist.
Við erum búin að endurskipuleggja íbúðina, eina sem vantar er kommóða fyrir barnafötin, einnig á ég eftir að fara í gegnum þau og flokka og þvo og svona. Er ekki alveg að leggja í það strax, þarf að fá „andann“ yfir mig.
En þetta er allt að koma, eigum bara eftir að fá vögguna, vagn og barnabílstól í hús, þá er þetta komið. Verður skrýtið að fá svo lítinn einstakling í hendurnar sem verður háður manni til að lifa af..
laugardagur, 15. maí 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
dugnaður í þér í prjónamennskunni :) æðislegt að allt gangi vel :) hlakka til að hitta litla einstaklinginn ykkar :)
SvaraEyðakv. Anna Lilja
Já, mig hlakkar líka svolítið að hitta hana ;)
SvaraEyðaOG ég er búin með teppið :D