fimmtudagur, 31. desember 2009

2009

Það gerðist nú margt árið 2009 sem er nú að líða.

Ætla stikla á risastóru hvað varðar það ár:

  • Sigþór minn varð 28 ára þann 18. janúar, ásamt því að systkini okkar urðu þrítug, Tinna og Ágúst. Fórum í þrítugs afmæli Ágústar á Hveragerði og skemmtum okkur þar. Tinna var aftur á móti kasóleitt og hélt kaffiboð heima hjá sér.
  • Ég eignaðist litla sæta frænku í febrúar, hana Uglu, hún er mjög vinsæl í fjölskyldunni.
  • Svo komu tvö stykki í apríl, það var hún sæta Morgan sem fæddist í Malasíu og Gabríel litli, sem bróðir hans Sigþórs eignaðist. Bara nokkrir dagar á milli þeirra, þótt hún Morgan átti nú að koma í júní, var bara að flýta sér.
  • Ég tók seinustu prófin mín í háskólanum í maí, það tók mikið á taugarnar.
  • Í júní byrjaði ég svo á BA ritgerðinni minni um Twilight séríuna, tók allt sumarið og var misskemmtilegt.
  • Einnig fór ég í júní í heimsókn til Ágústu í kaupmannahöfn, gaman var að kíkja þangað eftir nokkra ára hlé, fara í tívolíið og H&M. Þakka Heiðdísi fyrir að vera mikill bjargvættur þar.
  • Júlí og ágúst fóru svo bara í vinnu og ritgerðarskrif.
  • Stebbi, Rexy og Morgan komu svo í heimsók til Íslands í ágúst og voru fram til miðjan september. Mikið var nú skemmtilegt að sjá hana Morgan í fyrsta skipti, hún olli mikla lukku í fjölskyldunni.
  • Svo í lok ágúst, byrjun september fékk ég þá góðu fréttir að Birna vinkona væri ófrísk, það kríli ætlar að koma 21. mars.
  • Í september skilaði ég svo BA ritgerðinni og fékk litla 7 fyrir hana.
  • Svo fékk ég BA gráðu í október og hélt bæði upp á afmæli mitt og útskrift í þeim góða mánuði. Sigþór skilaði svo sinni BS ritgerð og fékk einkunn í desember, það var góð 8 sem hann fékk fyrir hana.
  • Nóvember leið svo bara hjá...
  • Í desember komum við fjölskyldunni og vinum mikið á óvart með góðum fréttum og bíðum í ofvæni eftir 2010.
Gleðilegt nýtt ár!

7 ummæli:

  1. Til lukku Brynja og Sigþór * Fallegar hugsanir í ykkar átt. ~

    Kveðja Magga Rut

    SvaraEyða
  2. Mikið gaman mikið fjör og næsta ár verður enn betra.. :D Gleðilegt nýtt ár :* Kveðja Silja Sif

    SvaraEyða
  3. yndislegar fréttir :o) ég er svo spennt yfir þessu nýja ári :) gleðilegt ár sæta mín! :) knús!!

    SvaraEyða
  4. Takk elskurnar mínar og gleðilegt ár sömuleiðis ;)

    SvaraEyða
  5. Gleðilegt nýtt ár, vissi ekki að þú værir með blogg síðu en mun núna kíkja hérna reglulega ;) hlakka til að hitta þig 8. eða 9. jan :D

    SvaraEyða
  6. Ohh alltaf svo gaman að lesa svona :D þarf að venja mig á að gera svona :D

    En takk fyrir gamla árið og sjáumst sem fyrst þessu nýja :D
    Árið 2010 verður rosalega spennandi og öðruvísi

    knús í krús

    SvaraEyða
  7. ég er þessi nafnlausa sem að skrifaði á eftir Silju Sif :o) gleymdi að setja nafnið mitt..!! kv. Anna Lilja

    SvaraEyða