........................................................................................................................
Ég held ég sé orðlaus.
Hef ekkert að segja.
Tóm í hausnum.
........................................................................................................................
Skólinn gengur bara eins og hann gengur, sem er fremur hægt því ég er óhemju löt og nenni ekki að lesa neitt! En verð að taka mig á vegna þess önnin er hálfnuð, líður rosalega hratt. Það eru sem sagt að fara hrúgast upp verkefni á næstunni.
En þess á milli þegar ég er ekki að lesa glápi ég á sjónvarpið. Einmitt núna var ég að horfa á nýjasta þáttinn af Lost og verð alltaf jafn ósátt þegar þættinum lýkur. Það er enginn endir á þessari þáttaröð, hún fer bara hring eftir hring eftir hring.... Og það leiðist mér.
Ég vildi bara henda inn nokkrum línum. Annars tók ég svona skemmtilega mynd af honum Simba mínum áðan:
Þessa mynd tók ég svo um daginn:
Hann Simbi er sætur ;)
Sjáumst!
fimmtudagur, 19. mars 2009
fimmtudagur, 12. mars 2009
Andstæður
Ég hitti andstæðu mína í sund áðan. Ég hef nú lítið glápt á kvenfólkið sem er í sundi með mér, en áðan þá fór ég eitthvað að spá í konunum í kringum mig.
Andstæðan mín sem ég sá í sundi er í fyrsta lagi dökkhærð. Hún er eilítið stærri en ég í vextinum og töluvert stærri um barminn. Svo fór hún að klæða sig í gegnsæ nærföt, sem ég nota sko alls ekki, hún fór svo í sokkabuxur, pils og síðerma vel fleginn bol. Ég aftur á móti fór í litríku nærfötin mín, sokka, hettupeysu og semi íþróttabuxurnar mínar, svo er ég auðvitað með ljóst hár (sem er nú að dekkjast svolítið) og já, ekki með stóran líkama.
Eins og ég segir hef ég nú lítið spáð í kvenfólkinu í kringum mig í sundi. Enda finnst mér frekar óþægilegt að vera í kringum mikið af nöktu fólki, örugglega eins og flestir. En mér fannst þessi kona svona áhugaverð vegna þess hversu mikið ólíkar við erum. Hún lítur út fyrir að vera eldri en ég, en einhvern veginn hef ég það á tilfinninguna að hún sé það ekki, kannski smá, en ekki mikið eldri.
En fyndið, þegar ég var í sundi var skólasund að ljúka. Ég syndi smá en hætti því það er svo óskaplega mikið af fólki að synda. Sé ég þá að allir krakkarnir í skólasundinu eru farnir uppúr nema einn strákur sem neitar að fara uppúr. Kennararnir eru eitthvað að tala við hann og biðja hann að fara uppúr og svona en hann neitar alltaf. Vill ekki koma nálægt þeim því þeir gætu tosað hann upp úr lauginni. Þetta var orðið frekar vandræðalegt að fylgjast með kennurunum og sundverðinum að reyna fá krakkann uppúr, svo tvær manneskjur sem voru í lauginni héldu á honum úr lauginni. Krakkinn var alveg "hættiði!", en nei, litlum frekjum er þvingað uppúr án þeirra samþykkis. Mig langaði svo að upplýsa krakkann um það að hann væri ekkert að fara fá frið til að leika sér í sundinu. Það myndu allir bara horfa á hann og tuða í honum, fyrir utan það að einhvern tímann verður hann að fara uppúr. Svona krakkar eru svolítið vitlaus og líka athyglisjúk.
Simbi hoppaði upp í hillu til að ná sér í kisu nammi. Endaði með því að hann hrinti niður kexpakka og kex út um allt, en ekki fékk hann kisu nammi.
Sjáumst!
Andstæðan mín sem ég sá í sundi er í fyrsta lagi dökkhærð. Hún er eilítið stærri en ég í vextinum og töluvert stærri um barminn. Svo fór hún að klæða sig í gegnsæ nærföt, sem ég nota sko alls ekki, hún fór svo í sokkabuxur, pils og síðerma vel fleginn bol. Ég aftur á móti fór í litríku nærfötin mín, sokka, hettupeysu og semi íþróttabuxurnar mínar, svo er ég auðvitað með ljóst hár (sem er nú að dekkjast svolítið) og já, ekki með stóran líkama.
Eins og ég segir hef ég nú lítið spáð í kvenfólkinu í kringum mig í sundi. Enda finnst mér frekar óþægilegt að vera í kringum mikið af nöktu fólki, örugglega eins og flestir. En mér fannst þessi kona svona áhugaverð vegna þess hversu mikið ólíkar við erum. Hún lítur út fyrir að vera eldri en ég, en einhvern veginn hef ég það á tilfinninguna að hún sé það ekki, kannski smá, en ekki mikið eldri.
En fyndið, þegar ég var í sundi var skólasund að ljúka. Ég syndi smá en hætti því það er svo óskaplega mikið af fólki að synda. Sé ég þá að allir krakkarnir í skólasundinu eru farnir uppúr nema einn strákur sem neitar að fara uppúr. Kennararnir eru eitthvað að tala við hann og biðja hann að fara uppúr og svona en hann neitar alltaf. Vill ekki koma nálægt þeim því þeir gætu tosað hann upp úr lauginni. Þetta var orðið frekar vandræðalegt að fylgjast með kennurunum og sundverðinum að reyna fá krakkann uppúr, svo tvær manneskjur sem voru í lauginni héldu á honum úr lauginni. Krakkinn var alveg "hættiði!", en nei, litlum frekjum er þvingað uppúr án þeirra samþykkis. Mig langaði svo að upplýsa krakkann um það að hann væri ekkert að fara fá frið til að leika sér í sundinu. Það myndu allir bara horfa á hann og tuða í honum, fyrir utan það að einhvern tímann verður hann að fara uppúr. Svona krakkar eru svolítið vitlaus og líka athyglisjúk.
Simbi hoppaði upp í hillu til að ná sér í kisu nammi. Endaði með því að hann hrinti niður kexpakka og kex út um allt, en ekki fékk hann kisu nammi.
Sjáumst!
þriðjudagur, 10. mars 2009
Árshátíð
Nú er Árshátíð Símans yfirstaðin, sem er bara gott og blessað. Við skelltum okkur á hana. Fyrst var farið upp í Grafarvog í fyrirpartý, þar sem rennt var niður bjórum og svona glimrandi góðum brauðréttum sem Sif, gestgjafinn, var með. Mjög gott, langar helst í svona núna...
Árshátíðin var svo haldin á Listasafni Reykjavíkur, það voru allskyns smáréttir í boði, áfengi og fullt af skemmtiatriðum. Ég missti nú bara af öllum skemmtiatriðunum, var bara að gera eitthvað annað, það vill nú gerast að ég missi af þessum atriðum. Held ég hafi verið uppi við barinn með Hrafnhildi og/eða Ollý. Jæja, skiptir ekki máli, nema hvað skemmtiatriðin voru nú bara svakaleg. Þemað var karnival og eitthvað var um loftfimleika þarna. Sá það á myndum inn á fésbókinni. Svo var líka Buff að spila, nema það fór líka fram hjá mér. Skil þetta nú bara ekki, ég hef greinilega ekkert verið inn á dansgólfrýminu allt kvöldið. Það er svona þegar áfengi er við höndina, fólkið er mun meira spennandi en einhver skemmtiatriði!
Ég varð auðvitað að vera í svaka hælum við kjólinn minn, nema ég gat ekki gengið heim eftir árshátíðina. Ég var eins og mjaðmaveikur eldri borgari, kjagaði einhvernveginn áfram og það líka löturhægt. Svei mér þá að ég fer ekki í þessum skóm á djammið í bráð!
En þar sem maður er svo forsjáll (eða hitt og heldur) þá gleymdist að taka mynd af okkur hjúunum í dressinu, nema bara sitjandi. Þannig þetta er eina ágæta myndin af okkur:
Hún er alveg ágæt bara, helst mætti brosið mitt vera minna og Sigþórs meira.
Í dag sá ég grá hár á honum Simba mínum. Litla kisukrúttið mitt er komin með grá hár!!! Hvernig stendur á því, hann er bara að verða 28 ára í mannsárum! Gæti reyndar verið að þetta séu bara hvít hár, en hef aldrei séð svoleiðis áður, þannig ég held þetta séu grá hár. En núna hrýtur hann upp í stól.
Sjáumst!
Árshátíðin var svo haldin á Listasafni Reykjavíkur, það voru allskyns smáréttir í boði, áfengi og fullt af skemmtiatriðum. Ég missti nú bara af öllum skemmtiatriðunum, var bara að gera eitthvað annað, það vill nú gerast að ég missi af þessum atriðum. Held ég hafi verið uppi við barinn með Hrafnhildi og/eða Ollý. Jæja, skiptir ekki máli, nema hvað skemmtiatriðin voru nú bara svakaleg. Þemað var karnival og eitthvað var um loftfimleika þarna. Sá það á myndum inn á fésbókinni. Svo var líka Buff að spila, nema það fór líka fram hjá mér. Skil þetta nú bara ekki, ég hef greinilega ekkert verið inn á dansgólfrýminu allt kvöldið. Það er svona þegar áfengi er við höndina, fólkið er mun meira spennandi en einhver skemmtiatriði!
Ég varð auðvitað að vera í svaka hælum við kjólinn minn, nema ég gat ekki gengið heim eftir árshátíðina. Ég var eins og mjaðmaveikur eldri borgari, kjagaði einhvernveginn áfram og það líka löturhægt. Svei mér þá að ég fer ekki í þessum skóm á djammið í bráð!
En þar sem maður er svo forsjáll (eða hitt og heldur) þá gleymdist að taka mynd af okkur hjúunum í dressinu, nema bara sitjandi. Þannig þetta er eina ágæta myndin af okkur:
Hún er alveg ágæt bara, helst mætti brosið mitt vera minna og Sigþórs meira.
Í dag sá ég grá hár á honum Simba mínum. Litla kisukrúttið mitt er komin með grá hár!!! Hvernig stendur á því, hann er bara að verða 28 ára í mannsárum! Gæti reyndar verið að þetta séu bara hvít hár, en hef aldrei séð svoleiðis áður, þannig ég held þetta séu grá hár. En núna hrýtur hann upp í stól.
Sjáumst!
miðvikudagur, 4. mars 2009
Listi 3
Það sem mig langar:
En það er stutt í júnímánuð (eða þannig), held að ég eigi ekki eftir að fá ofur rithæfileika eða vinna í víkingalottó. Háskólanámið er líka næstum lokið og best að bíða bara eftir því...
Sjáumst!
- Að júní mánuður sé kominn.
- Að öðlast ofur rithæfileika!
- Vinna í víkingalottó í kvöld.
- Flytja til útlanda.
- Vera búin með háskólann..
- .....og margt margt annað sem skiptir engu máli..!
En það er stutt í júnímánuð (eða þannig), held að ég eigi ekki eftir að fá ofur rithæfileika eða vinna í víkingalottó. Háskólanámið er líka næstum lokið og best að bíða bara eftir því...
Sjáumst!
mánudagur, 2. mars 2009
Hversdagurinn.
Það er nú eitthvað búið að gerast þessa dagana.
Anna Lilja kom í bæinn á föstudag og þá var nú skellt sér í heimsókn til Birnu að hitta hana og teygja öl (eða rauðvín). Ég drekk núna frekar rauðvínið en bjórinn, sem er kannski ekki sniðugt, því þá drekk ég heila flösku og fæ aðeins að finna fyrir því daginn eftir. En það var rosalega gaman að hitta hana Önnu litlu. Fékk svo að vita hvað hún er að læra þarna fyrir norðan, nútímafræðin var ekki nægilega lýsandi fyrir mér, en veit núna svona aðeins betur hvað felst í þeim fræðum.
En ég er búin að panta mér flug til hennar Ágústu til Danmerkur í sumar, seinustu vikuna í júní. Hlakka rosalega mikið til að fara og hitta hana, sjá hvernig hún býr og svona. Hlakka nú líka til að fara til Kaupmannahafnar, hef ekki komið þangað síðan 2004, þegar Hróaskeldan hin drulluga var, gleymi því nú seint. En það verður gaman, helst myndi ég vilja eyða öllum dögum þar í að sitja og spjalla við Ágústu, sem verður gert.
Verkefnavikan er búin í skólanum og próf á morgun. Alveg makalaust hvað allt þarf að vera á svipuðum tíma. Ég var auðvitað ekki duglega að læra um helgina, hef aldrei verið dugleg við helgar lærdóm og þar af leiðandi er ég ekki nógu undirbúin fyrir þetta blessaða próf. En skólasystir mín var svo óendanlega góð að gefa mér glósurnar sínar, svo það hjálpar mér talsvert við lestur fyrir próf. Vona að mér gangi ágætlega í þessu próf á morgun.
Samúðarkveðjur til allra í þjónustuverinu, hans verður sárt saknað...
Sjáumst!
Anna Lilja kom í bæinn á föstudag og þá var nú skellt sér í heimsókn til Birnu að hitta hana og teygja öl (eða rauðvín). Ég drekk núna frekar rauðvínið en bjórinn, sem er kannski ekki sniðugt, því þá drekk ég heila flösku og fæ aðeins að finna fyrir því daginn eftir. En það var rosalega gaman að hitta hana Önnu litlu. Fékk svo að vita hvað hún er að læra þarna fyrir norðan, nútímafræðin var ekki nægilega lýsandi fyrir mér, en veit núna svona aðeins betur hvað felst í þeim fræðum.
En ég er búin að panta mér flug til hennar Ágústu til Danmerkur í sumar, seinustu vikuna í júní. Hlakka rosalega mikið til að fara og hitta hana, sjá hvernig hún býr og svona. Hlakka nú líka til að fara til Kaupmannahafnar, hef ekki komið þangað síðan 2004, þegar Hróaskeldan hin drulluga var, gleymi því nú seint. En það verður gaman, helst myndi ég vilja eyða öllum dögum þar í að sitja og spjalla við Ágústu, sem verður gert.
Verkefnavikan er búin í skólanum og próf á morgun. Alveg makalaust hvað allt þarf að vera á svipuðum tíma. Ég var auðvitað ekki duglega að læra um helgina, hef aldrei verið dugleg við helgar lærdóm og þar af leiðandi er ég ekki nógu undirbúin fyrir þetta blessaða próf. En skólasystir mín var svo óendanlega góð að gefa mér glósurnar sínar, svo það hjálpar mér talsvert við lestur fyrir próf. Vona að mér gangi ágætlega í þessu próf á morgun.
Samúðarkveðjur til allra í þjónustuverinu, hans verður sárt saknað...
Sjáumst!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)