Ég hitti andstæðu mína í sund áðan. Ég hef nú lítið glápt á kvenfólkið sem er í sundi með mér, en áðan þá fór ég eitthvað að spá í konunum í kringum mig.
Andstæðan mín sem ég sá í sundi er í fyrsta lagi dökkhærð. Hún er eilítið stærri en ég í vextinum og töluvert stærri um barminn. Svo fór hún að klæða sig í gegnsæ nærföt, sem ég nota sko alls ekki, hún fór svo í sokkabuxur, pils og síðerma vel fleginn bol. Ég aftur á móti fór í litríku nærfötin mín, sokka, hettupeysu og semi íþróttabuxurnar mínar, svo er ég auðvitað með ljóst hár (sem er nú að dekkjast svolítið) og já, ekki með stóran líkama.
Eins og ég segir hef ég nú lítið spáð í kvenfólkinu í kringum mig í sundi. Enda finnst mér frekar óþægilegt að vera í kringum mikið af nöktu fólki, örugglega eins og flestir. En mér fannst þessi kona svona áhugaverð vegna þess hversu mikið ólíkar við erum. Hún lítur út fyrir að vera eldri en ég, en einhvern veginn hef ég það á tilfinninguna að hún sé það ekki, kannski smá, en ekki mikið eldri.
En fyndið, þegar ég var í sundi var skólasund að ljúka. Ég syndi smá en hætti því það er svo óskaplega mikið af fólki að synda. Sé ég þá að allir krakkarnir í skólasundinu eru farnir uppúr nema einn strákur sem neitar að fara uppúr. Kennararnir eru eitthvað að tala við hann og biðja hann að fara uppúr og svona en hann neitar alltaf. Vill ekki koma nálægt þeim því þeir gætu tosað hann upp úr lauginni. Þetta var orðið frekar vandræðalegt að fylgjast með kennurunum og sundverðinum að reyna fá krakkann uppúr, svo tvær manneskjur sem voru í lauginni héldu á honum úr lauginni. Krakkinn var alveg "hættiði!", en nei, litlum frekjum er þvingað uppúr án þeirra samþykkis. Mig langaði svo að upplýsa krakkann um það að hann væri ekkert að fara fá frið til að leika sér í sundinu. Það myndu allir bara horfa á hann og tuða í honum, fyrir utan það að einhvern tímann verður hann að fara uppúr. Svona krakkar eru svolítið vitlaus og líka athyglisjúk.
Simbi hoppaði upp í hillu til að ná sér í kisu nammi. Endaði með því að hann hrinti niður kexpakka og kex út um allt, en ekki fékk hann kisu nammi.
Sjáumst!
fimmtudagur, 12. mars 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Ég sé það að það er stangur agi hafður á heimilinu hjá þér.. :) Lexía Simba fyrir daginn var að ef hann er óhlýðinn og hoppar upp í hillu og hendir kexi um allt þá fær hann sko ekki kisunammi... Ætli greyið Simbi átti sig á refsingunni? Kv. Silja.. :D
SvaraEyða