Það er nú eitthvað búið að gerast þessa dagana.
Anna Lilja kom í bæinn á föstudag og þá var nú skellt sér í heimsókn til Birnu að hitta hana og teygja öl (eða rauðvín). Ég drekk núna frekar rauðvínið en bjórinn, sem er kannski ekki sniðugt, því þá drekk ég heila flösku og fæ aðeins að finna fyrir því daginn eftir. En það var rosalega gaman að hitta hana Önnu litlu. Fékk svo að vita hvað hún er að læra þarna fyrir norðan, nútímafræðin var ekki nægilega lýsandi fyrir mér, en veit núna svona aðeins betur hvað felst í þeim fræðum.
En ég er búin að panta mér flug til hennar Ágústu til Danmerkur í sumar, seinustu vikuna í júní. Hlakka rosalega mikið til að fara og hitta hana, sjá hvernig hún býr og svona. Hlakka nú líka til að fara til Kaupmannahafnar, hef ekki komið þangað síðan 2004, þegar Hróaskeldan hin drulluga var, gleymi því nú seint. En það verður gaman, helst myndi ég vilja eyða öllum dögum þar í að sitja og spjalla við Ágústu, sem verður gert.
Verkefnavikan er búin í skólanum og próf á morgun. Alveg makalaust hvað allt þarf að vera á svipuðum tíma. Ég var auðvitað ekki duglega að læra um helgina, hef aldrei verið dugleg við helgar lærdóm og þar af leiðandi er ég ekki nógu undirbúin fyrir þetta blessaða próf. En skólasystir mín var svo óendanlega góð að gefa mér glósurnar sínar, svo það hjálpar mér talsvert við lestur fyrir próf. Vona að mér gangi ágætlega í þessu próf á morgun.
Samúðarkveðjur til allra í þjónustuverinu, hans verður sárt saknað...
Sjáumst!
mánudagur, 2. mars 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
helgar-lærdómur er ekki til í orðabókinni minni!
SvaraEyðaen það var geggjað gaman að hitta þig á föstudaginn skvísa!!
knús í krús!
kv. Anna Lilja