- frestun útskriftar
- minna starfshlutfall
- fleiri áfangar í skólanum
- mótmæli á eftir mótmælum
- bubbi syngur um byltingu vorið 2009...?
Frestun útskriftar minnar þar til í febrúar 2010 er sökum þess að meðaleinkun mín er of lág fyrir framhaldsnám, að ég þarf að taka áfanga í staðinn fyrir aðra áfanga. Þetta eru engin endalok, bara lengri tími í skólanum. Ég er nú alveg í áhugaverðum áföngum þessa önnina, Barnabókmenntir, Bókmenntir minnihlutahópa og Kvikmyndasaga. Mér finnst nú skemmtilegastur barnabókmenntir, kannski vegna þess að umfjöllunarefnið eru bækur fyrir börn! Þær eru auðlesnar og yfirleitt með einhvern auðsjáanlegan boðskap, en ég er nú ekki bara lesandi barnabækur, heldur líka fræðilegar greinar um eins og hana Grýlu og Jólasveinana...Grýla er sko ekki hress, eða var það ekki fyrst:
Svo er hún víst búin að linast og er orðin pirruð húsmóðir sem vonar innilega að börn verði óþæg svo hún geti étið þau....
Í kjölfar þess að meðaleinkunn mín er ekki nógu góð og fjölda áfanga minna þessa önn ákvað ég að minnka við mig vinnuna, í stað þess að vera í 50% vinnu fór ég í 30% vinnu. Gallinn við það að vera í 30% vinnu er að maður nennir eiginlega aldrei að fara vinna því maður vinnur svo sjaldan! Þetta er fáránlegt en svona líður mér bara....svo auðvitað þegar ég er komin í vinnuna er þetta í lagi, ég meina, ég er að vinna 4-6 tíma í einu, sem er ekki neitt!
Mótmælin á Austurvelli....ég hef ekki mætt á þau, veit ekki hvort ég eigi að skammast mín eða ekki, en málið er bara að mér finnst erfitt að vera á mótmælum og mótmæla einhverju sem ég hef ekki nægilegt vit á. Til að mynda ef ég væri spurð; af hverju ertu að mótmæla? Þá myndi ég stama út úr mér...."ríkisstjórninni?" Það vita auðvitað allir í grófum dráttum hverju mótmælt er....kannski skammast ég mín aðeins fyrir að hafa ekki mótmælt :S
Er komin bylting eða er hún á leiðinni?
Sjáumst!
Úff hvað ég er sammála þér með vinnuna.. núna er ég í 40% og ég nenni aldrei að fara að vinna en svo þegar ég er komin þá er þetta í lagi.. :D Kv. silja.. :D
SvaraEyðaSvona hefur Grýla alltaf litið út í mínum augum. áttum nenfilega Vísnabókina og þar er þessi mynd...og hún festist í hausnum á mér!! :) dýrka þessa mynd! ég hefði einmitt geta valið um barnabókmenntir á þessari önn, en ákvað að sleppa því, því ég fór í barnabókmenntir í Borgó og kennsluáætlunin var voða svipuð svo ég nennti ekki!! en geggjað spennandi samt :)
SvaraEyðakv. Anna Lilja
það virðast flestir muna eftir Grýlu svona, svosum alveg skiljanlegt, Vísnabókin hefur verið gefin út 11 sinnum síðan 1946 eða 7...eflaust öll börn á Íslandi búin að skoða hana :D
SvaraEyða