sunnudagur, 15. febrúar 2009

Valentínusardagur...

Það var valentínusardagur í gær sem er svosum ekkert merkilegt nema það var einnig úrslitakvöld í Euróvisjóninu Íslenska. Við skötuhjúin horfðum nú á þetta í gær, enda ekkert á leiðinni á djammið, maður verður að hvíla sig aðeins á því. Allavega, þá voru nú alveg ágætislög þarna í gær og mjög gaman að þeim "systrum" sem kynna lögin.

Besti söngvarinn er að mínu og eflaust Sigþórs mati líka, hann Edgar Smári, nema hvað hann var í tveimur atriðum; kúrekarnir og svo eiginlegt gospel atriði. Svo var þarna Ingó í veðurguðunum, einhver pía með hárkollulegt hár, Hara systur, færeyski íslendingurinn, Jóhanna Guðrún (eða Yoanna) og svo uppáhaldið mitt, lítil krúttleg stelpa að syngja lag eftir ömmu sína.

Það lag heitir Vornótt og finnst mér það langfallegasta lagið í keppninni. Rosalega krúttleg stelpa í sætum kjól að syngja lag sem amma hennar samdi. Lagið hafði svona gamaldagsbrag yfir sér sem mér finnst svo heillandi. Vornótt hefði átt að vinna að mínu mati og fara út í Eurovision keppnina, það hefðu allir heillast af þessu lagi og krúttlegu stelpunni, sem heitir svona fallegu og töfrandi nafni; Hreindís....alveg fellur það við lagið Vornótt.

Svo erum við að glápa á þetta hérna í gærkvöldi og kusum meira að segja! Talandi um að lifa sig inn í sjónvarpsefnið! Við kusum Vornótt og alveg viss um að það myndi annaðhvort vinna eða vera með þeim efstu. Svo er kosningu lokið og úrslit komin í ljós og hvað gerist?? Ingó og Jóhanna Guðrún eru tvö efstu lögin og það sem verra er vann Jóhanna Guðrún?!! Ég er ekki alveg að skilja þetta fyllilega vel. Við Sigþór fórum að velta því fyrir okkur hvort það væri kannski bara miðaldra konur að kjósa? Svona konur sem finnst Jóhanna vera svo sæt og heillandi stúlka með svona góða söngrödd....eða eitthvað. Allavega var ég stórhneyksluð og hálf móðguð að "þjóðin" hafi valið þetta lag til að fara út....

Hér er hægt að hlusta á Vornótt, lagið sem mér finnst besta lagið;

VORNÓTT

Sjáumst!

2 ummæli:

  1. Já, ég verð barasta að vera sammála. Unga daman og lagið voru alveg sérlega heillandi. Góðar stundir.

    SvaraEyða
  2. Ég hef bara tekið eftir því í gegnum tíðina að þessi "þjóð" velur alltaf glötuðustu lögin! Eða að mínu mati mjög oft.. ég vil alltaf að einhver annar vinni... Se la vi.. :) Kv. Silja

    SvaraEyða