Ég fór í leikhús í gærkvöldi. Ég fór að sjá Kardimommubæinn og vil taka það fram að þetta var vegna skólans sem þetta leikrit var fyrir valinu. Við fengum frítt á þessa fyrstu sýningu í gegnum Barnabókmenntir. Versta er að þegar ég kom í Þjóðleikhúsið, sæti 175 í 9.röð, að ég hefði átt að hafa eitthvert barn með mér. Ég var ein, barnlaus og vinalaus, umkringd fullt fullt af foreldrum, öfum, ömmum, börnum og barnabörnum. Mér var mjög svo utangátta, passaði engan veginn inn í áhorfendahópinn...
Þetta var mjög skemmtileg sýning og gaman að vera upplifa hana með svona mikið af börnum. Þau hlógu mikið að leikritinu. Sérstaklega fannst mér skemmtilegt að sitja við hliðina á 3-4 ára gamalli stelpu. Hún hafði mikinn húmor fyrir látbragði leikaranna, hún hló meira af því heldur en því sem þeir sögðu, það var mjög fyndið. Svo í hléinu var litla stelpan að tala við pabba sinn og var að upplýsa hann um allt sem væri bannað í leikhúsi, eins og að öskra, og það má ekki setjast í hvaða sæti sem er og svona. Mjög fyndið...
Annars er nú bara verkefnavika framundan. Heimapróf á mánudaginn, skil á öðru verkefni föstudag eftir viku og svo próf þriðjudag eftir tvær vikur. Skemmtilegt...? Mér kvíðir helst fyrir heimaprófinu á mánudaginn. Þetta er þannig að það er bara opið í x langan tíma. Ég hef nefnilega aldrei tekið slíkt próf....heldur ávallt fengið verkefni sem ég hef haft viku til 10 daga að gera. En ég vona að þetta gangi vel hjá mér.
Ég er að hugsa um að fara núna út í bóksölu og kaupa litla bók sem ég get skrifað uppskriftir í. Ég var nefnilega hjá henni Birnu um helgina og þá var hún að leita að uppskriftarbókinni sinni (sem vonandi er komin í leitirnar). En í hana skrifar hún uppskriftir sem hún finnur á netinu eða fær hjá einhverjum og geymir. Mér finnst þetta svo sniðugt að ég ætla að herma eftir henni!
Í tímanum eftir hádegi hjá mér erum við að fara horfa á El Cid, vona hún verði skemmtileg. Hún er 188 mínútur og það er svo erfitt að sitja svona lengi og vera horfa kannski á eitthvað sem er leiðinlegt...
Sjáumst!
miðvikudagur, 18. febrúar 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hún er ekki ennþá fundin blessunin. Verð að leita betur :D
SvaraEyðaSkemmtilegir þessir krakkar :o)
Sjáumst
kv
birna
það er nú leitt...
SvaraEyða...og ég gleymdi að fara út á bóksölu!
mér finnst svo gaman að fara á barnaleikrit, sérstaklega með börnum! :) fór síðast á Ronju ræningjadóttir með Sædísi frænku!
SvaraEyðakannski að ég bloggi bara líka um leikhúsferðina mína! ;o) sé til...!
það er svo brjálað að gera í skólanum...!
hlakka til að sjá þig skvísa;)
kv. Anna Lilja