fimmtudagur, 31. desember 2009

2009

Það gerðist nú margt árið 2009 sem er nú að líða.

Ætla stikla á risastóru hvað varðar það ár:

  • Sigþór minn varð 28 ára þann 18. janúar, ásamt því að systkini okkar urðu þrítug, Tinna og Ágúst. Fórum í þrítugs afmæli Ágústar á Hveragerði og skemmtum okkur þar. Tinna var aftur á móti kasóleitt og hélt kaffiboð heima hjá sér.
  • Ég eignaðist litla sæta frænku í febrúar, hana Uglu, hún er mjög vinsæl í fjölskyldunni.
  • Svo komu tvö stykki í apríl, það var hún sæta Morgan sem fæddist í Malasíu og Gabríel litli, sem bróðir hans Sigþórs eignaðist. Bara nokkrir dagar á milli þeirra, þótt hún Morgan átti nú að koma í júní, var bara að flýta sér.
  • Ég tók seinustu prófin mín í háskólanum í maí, það tók mikið á taugarnar.
  • Í júní byrjaði ég svo á BA ritgerðinni minni um Twilight séríuna, tók allt sumarið og var misskemmtilegt.
  • Einnig fór ég í júní í heimsókn til Ágústu í kaupmannahöfn, gaman var að kíkja þangað eftir nokkra ára hlé, fara í tívolíið og H&M. Þakka Heiðdísi fyrir að vera mikill bjargvættur þar.
  • Júlí og ágúst fóru svo bara í vinnu og ritgerðarskrif.
  • Stebbi, Rexy og Morgan komu svo í heimsók til Íslands í ágúst og voru fram til miðjan september. Mikið var nú skemmtilegt að sjá hana Morgan í fyrsta skipti, hún olli mikla lukku í fjölskyldunni.
  • Svo í lok ágúst, byrjun september fékk ég þá góðu fréttir að Birna vinkona væri ófrísk, það kríli ætlar að koma 21. mars.
  • Í september skilaði ég svo BA ritgerðinni og fékk litla 7 fyrir hana.
  • Svo fékk ég BA gráðu í október og hélt bæði upp á afmæli mitt og útskrift í þeim góða mánuði. Sigþór skilaði svo sinni BS ritgerð og fékk einkunn í desember, það var góð 8 sem hann fékk fyrir hana.
  • Nóvember leið svo bara hjá...
  • Í desember komum við fjölskyldunni og vinum mikið á óvart með góðum fréttum og bíðum í ofvæni eftir 2010.
Gleðilegt nýtt ár!

miðvikudagur, 23. september 2009

Tómleiki

Ritgerðinni hefur verið skilað!

Hvað á ég þá að gera?

Ég ákvað að fara læra spænsku í fjarnámi við FÁ og vona það gangi vel. Maður tók sko aldrei þriðja tungumálið í framhaldsskóla...

Vinnan er þá bara það sem eftir er....vinna....vinna....

En bíð svo "spennt" eftir einkunn...jújú, er svosum alveg spennt, hún á að koma 2. október, vona hún verði ásættanleg!

Sjáumst!

föstudagur, 28. ágúst 2009

Lífið gengur og gengur og gengur...

Líf mitt:

Ritgerð
Ritgerð
Ritgerð
Ritgerð
Ritgerð
Ritgerð
Vinna
Sækja Sigþór
Horfa á Star Trek
Spila Super Mario Yoshi Island
Borða Cheerios
Drekka kók

Leiðbeinandi minn er komin með ritgerðina til yfirlestar. Fæ hana eftir helgi. Vona hún sé ekki alveg hræðileg...
Finnst skrýtið að fara ekki í skólann í haust, vinna bara og hanga og gera ekki neitt.
Kannski maður fari bara út á háskólafjölritun og nái sér í eitthvað lærdómshefti - er hrædd við fráhvarfseinkenni sem gætu komið vegna lestur/lærdómsleysis...

Vélin lendir 1:25, get ekki beðið að hitta hann Sigþór minn!

Sjáumst!

þriðjudagur, 11. ágúst 2009

Sumarið og Ritgerð

Sumarið bara verða búið? Merkilegt hvað tíminn líður ógnarhratt...

Ritgerðin mín hefur gengið hrikalega hægt, er samt komin með nokkrar blaðsíður en hún ætti í raun að vera búin og ég að lesa yfir. Ég er í fríi frá vinnu til 28. ágúst þannig þetta hefst, vona bara ég verði búin að skrifa hana og lesa einu sinni yfir fyrir menningarnótt!

Svo keypti ég mér nýja tölvu! Sem er auðvitað æðislegt, þó ég vorkenni gömlu tölvunni aðeins, hún fór úr notkun bara strax, en það er svakalegur munur á þeim. Enda var gamla tölvan orðin 4 ára gömul, hæg og svoleiðis. Allavega er þetta nýja vélin:


Ég er mjög sátt með hana :)

Sjáumst!

þriðjudagur, 26. maí 2009

"Sumarfrí"

Sumarfríið er byrjað, eða þannig, er auðvitað að vinna og svo mun BA ritgerðin mín verða til í sumar. Ég er að lesa Twilight bækurnar. Mjög gaman að lesa þetta, kannski ekki það besta sem ég hef lesið um ævina, en samt sem áður skemmtilegt.
Hef fátt annað að segja!!
Hin undurfögru litlu frænkur mínar, þær Ugla og Morgan.


Uppáhaldskötturinn minn hann Simbi.


Sjáumst!

þriðjudagur, 5. maí 2009

Blogga

Blogg blogg blogg blogg blogg, blogg blogg blogg blogg blogg.
Blogg.
Blogg blogg blogg blogg blogg, blogg blogg blogg blogg blogg. Blogg blogg blogg blogg blogg, blogg blogg blogg blogg blogg.
Blogg blogg blogg blogg blogg, blogg blogg blogg blogg blogg. Blogg blogg blogg blogg blogg, blogg blogg blogg blogg blogg. Blogg blogg blogg blogg blogg, blogg blogg blogg blogg blogg. Blogg blogg blogg blogg blogg, blogg blogg blogg blogg blogg. Blogg blogg blogg blogg blogg, blogg blogg blogg blogg blogg.
blogg blogg!!
Blogg blogg blogg blogg blogg, blogg blogg blogg blogg blogg. Blogg blogg blogg blogg blogg, blogg blogg blogg blogg blogg. Blogg blogg blogg blogg blogg, blogg blogg blogg blogg blogg.

mánudagur, 27. apríl 2009

Bíbí!


Mynd!

Bíbí

Simbi

fimmtudagur, 16. apríl 2009

Letihaugur

ÉG er að horfa á sjónvarpið!

Gvöð! Hvað maður er latur....páskafríið var of stutt og skólanum er að ljúka. Svei mér þá! Ég hefði átt að lesa alla páskana, en hvað á maður að gera? Það er frí og skal maður virða það.
Við Sigþór fórum í tvær fermingarveislur seinasta sunnudag sem var nú bara fínt, ein hjá fjölskyldunni hans Sigþórs og hin hjá minni. Gott að borða góðan mat!
Svo átti ég nú að vera skrifa ritgerð um drauga og hið yfirnáttúrulega í Draugaslóð og Garðinum sem eru barna- og unglingabækur, hún gekk nú ekki svakalega vel en gekk, svosum skiljanlegt þar sem ég var húðlöt um páskana. Skilaði henni með smá trega í gær, en samt fegin að vera búin að skila.
Síðan eru önnur verkefni og próf eftir og skóli búinn 14. maí. Mánuður eftir af önninni!

Hef lítið annað að segja....

fimmtudagur, 19. mars 2009

HÖMM!!

........................................................................................................................
Ég held ég sé orðlaus.
Hef ekkert að segja.
Tóm í hausnum.
........................................................................................................................

Skólinn gengur bara eins og hann gengur, sem er fremur hægt því ég er óhemju löt og nenni ekki að lesa neitt! En verð að taka mig á vegna þess önnin er hálfnuð, líður rosalega hratt. Það eru sem sagt að fara hrúgast upp verkefni á næstunni.

En þess á milli þegar ég er ekki að lesa glápi ég á sjónvarpið. Einmitt núna var ég að horfa á nýjasta þáttinn af Lost og verð alltaf jafn ósátt þegar þættinum lýkur. Það er enginn endir á þessari þáttaröð, hún fer bara hring eftir hring eftir hring.... Og það leiðist mér.

Ég vildi bara henda inn nokkrum línum. Annars tók ég svona skemmtilega mynd af honum Simba mínum áðan:

Þessa mynd tók ég svo um daginn:

Hann Simbi er sætur ;)

Sjáumst!

fimmtudagur, 12. mars 2009

Andstæður

Ég hitti andstæðu mína í sund áðan. Ég hef nú lítið glápt á kvenfólkið sem er í sundi með mér, en áðan þá fór ég eitthvað að spá í konunum í kringum mig.

Andstæðan mín sem ég sá í sundi er í fyrsta lagi dökkhærð. Hún er eilítið stærri en ég í vextinum og töluvert stærri um barminn. Svo fór hún að klæða sig í gegnsæ nærföt, sem ég nota sko alls ekki, hún fór svo í sokkabuxur, pils og síðerma vel fleginn bol. Ég aftur á móti fór í litríku nærfötin mín, sokka, hettupeysu og semi íþróttabuxurnar mínar, svo er ég auðvitað með ljóst hár (sem er nú að dekkjast svolítið) og já, ekki með stóran líkama.

Eins og ég segir hef ég nú lítið spáð í kvenfólkinu í kringum mig í sundi. Enda finnst mér frekar óþægilegt að vera í kringum mikið af nöktu fólki, örugglega eins og flestir. En mér fannst þessi kona svona áhugaverð vegna þess hversu mikið ólíkar við erum. Hún lítur út fyrir að vera eldri en ég, en einhvern veginn hef ég það á tilfinninguna að hún sé það ekki, kannski smá, en ekki mikið eldri.

En fyndið, þegar ég var í sundi var skólasund að ljúka. Ég syndi smá en hætti því það er svo óskaplega mikið af fólki að synda. Sé ég þá að allir krakkarnir í skólasundinu eru farnir uppúr nema einn strákur sem neitar að fara uppúr. Kennararnir eru eitthvað að tala við hann og biðja hann að fara uppúr og svona en hann neitar alltaf. Vill ekki koma nálægt þeim því þeir gætu tosað hann upp úr lauginni. Þetta var orðið frekar vandræðalegt að fylgjast með kennurunum og sundverðinum að reyna fá krakkann uppúr, svo tvær manneskjur sem voru í lauginni héldu á honum úr lauginni. Krakkinn var alveg "hættiði!", en nei, litlum frekjum er þvingað uppúr án þeirra samþykkis. Mig langaði svo að upplýsa krakkann um það að hann væri ekkert að fara fá frið til að leika sér í sundinu. Það myndu allir bara horfa á hann og tuða í honum, fyrir utan það að einhvern tímann verður hann að fara uppúr. Svona krakkar eru svolítið vitlaus og líka athyglisjúk.
Simbi hoppaði upp í hillu til að ná sér í kisu nammi. Endaði með því að hann hrinti niður kexpakka og kex út um allt, en ekki fékk hann kisu nammi.

Sjáumst!

þriðjudagur, 10. mars 2009

Árshátíð

Nú er Árshátíð Símans yfirstaðin, sem er bara gott og blessað. Við skelltum okkur á hana. Fyrst var farið upp í Grafarvog í fyrirpartý, þar sem rennt var niður bjórum og svona glimrandi góðum brauðréttum sem Sif, gestgjafinn, var með. Mjög gott, langar helst í svona núna...

Árshátíðin var svo haldin á Listasafni Reykjavíkur, það voru allskyns smáréttir í boði, áfengi og fullt af skemmtiatriðum. Ég missti nú bara af öllum skemmtiatriðunum, var bara að gera eitthvað annað, það vill nú gerast að ég missi af þessum atriðum. Held ég hafi verið uppi við barinn með Hrafnhildi og/eða Ollý. Jæja, skiptir ekki máli, nema hvað skemmtiatriðin voru nú bara svakaleg. Þemað var karnival og eitthvað var um loftfimleika þarna. Sá það á myndum inn á fésbókinni. Svo var líka Buff að spila, nema það fór líka fram hjá mér. Skil þetta nú bara ekki, ég hef greinilega ekkert verið inn á dansgólfrýminu allt kvöldið. Það er svona þegar áfengi er við höndina, fólkið er mun meira spennandi en einhver skemmtiatriði!

Ég varð auðvitað að vera í svaka hælum við kjólinn minn, nema ég gat ekki gengið heim eftir árshátíðina. Ég var eins og mjaðmaveikur eldri borgari, kjagaði einhvernveginn áfram og það líka löturhægt. Svei mér þá að ég fer ekki í þessum skóm á djammið í bráð!

En þar sem maður er svo forsjáll (eða hitt og heldur) þá gleymdist að taka mynd af okkur hjúunum í dressinu, nema bara sitjandi. Þannig þetta er eina ágæta myndin af okkur:

Hún er alveg ágæt bara, helst mætti brosið mitt vera minna og Sigþórs meira.

Í dag sá ég grá hár á honum Simba mínum. Litla kisukrúttið mitt er komin með grá hár!!! Hvernig stendur á því, hann er bara að verða 28 ára í mannsárum! Gæti reyndar verið að þetta séu bara hvít hár, en hef aldrei séð svoleiðis áður, þannig ég held þetta séu grá hár. En núna hrýtur hann upp í stól.

Sjáumst!

miðvikudagur, 4. mars 2009

Listi 3

Það sem mig langar:

  • Að júní mánuður sé kominn.
  • Að öðlast ofur rithæfileika!
  • Vinna í víkingalottó í kvöld.
  • Flytja til útlanda.
  • Vera búin með háskólann..
  • .....og margt margt annað sem skiptir engu máli..!


En það er stutt í júnímánuð (eða þannig), held að ég eigi ekki eftir að fá ofur rithæfileika eða vinna í víkingalottó. Háskólanámið er líka næstum lokið og best að bíða bara eftir því...

Sjáumst!

mánudagur, 2. mars 2009

Hversdagurinn.

Það er nú eitthvað búið að gerast þessa dagana.

Anna Lilja kom í bæinn á föstudag og þá var nú skellt sér í heimsókn til Birnu að hitta hana og teygja öl (eða rauðvín). Ég drekk núna frekar rauðvínið en bjórinn, sem er kannski ekki sniðugt, því þá drekk ég heila flösku og fæ aðeins að finna fyrir því daginn eftir. En það var rosalega gaman að hitta hana Önnu litlu. Fékk svo að vita hvað hún er að læra þarna fyrir norðan, nútímafræðin var ekki nægilega lýsandi fyrir mér, en veit núna svona aðeins betur hvað felst í þeim fræðum.

En ég er búin að panta mér flug til hennar Ágústu til Danmerkur í sumar, seinustu vikuna í júní. Hlakka rosalega mikið til að fara og hitta hana, sjá hvernig hún býr og svona. Hlakka nú líka til að fara til Kaupmannahafnar, hef ekki komið þangað síðan 2004, þegar Hróaskeldan hin drulluga var, gleymi því nú seint. En það verður gaman, helst myndi ég vilja eyða öllum dögum þar í að sitja og spjalla við Ágústu, sem verður gert.

Verkefnavikan er búin í skólanum og próf á morgun. Alveg makalaust hvað allt þarf að vera á svipuðum tíma. Ég var auðvitað ekki duglega að læra um helgina, hef aldrei verið dugleg við helgar lærdóm og þar af leiðandi er ég ekki nógu undirbúin fyrir þetta blessaða próf. En skólasystir mín var svo óendanlega góð að gefa mér glósurnar sínar, svo það hjálpar mér talsvert við lestur fyrir próf. Vona að mér gangi ágætlega í þessu próf á morgun.

Samúðarkveðjur til allra í þjónustuverinu, hans verður sárt saknað...

Sjáumst!

fimmtudagur, 26. febrúar 2009

Nýtt barn

Ég eignaðist dásamlega, yndislega litla frænku í fyrradag. Tinna og maðurinn hennar voru að eignast litla stelpu á þriðjudaginn.
Ég fór í heimsókn til þeirra í gær og sá dásemdina með eigin augum og hef ekki getað hætt að hugsa um hana síðan.
Hún er lítil, mjúk með pínulítið krúttlegt nef og munn, sæta langa fingur og bara allt er sætt og krúttílegt við hana....ég held ég sé bara orðin ástfangin af henni!
Ég tók nú mynd af henni en er ekki búin að setja í tölvuna og ætla að sýna ykkur mynd sem Silja tók:

Alveg yndisleg...

Sjáumst!

mánudagur, 23. febrúar 2009

Skóli.

Nú var verkefnavika að byrja í dag í skólanum hjá mér. Hún byrjaði með svona dásamlega skemmtilegu heimaprófi, sem ég fékk tvo tíma til að gera! Ég var nú alveg fullviss um að þetta yrði nógu langur tími fyrir mig, er nú yfirleitt bara svona 1 1/2 tíma í skriflegu prófi og þetta próf er meira að segja í gegnum tölvuna! En nei...mér skjátlaðist, ég hefði betur viljað fá þrjá tíma í þetta próf. Þetta voru nefnilega 4 spurningar og maður átti að velja þrjár...sem ég auðvitað gerði og reyndi að svara eftir bestu getu. Við máttum nota bækurnar og svona, vísa í heimildir og eitthvað. Nema mér fannst sem þetta væri bara ekki nógur tími! Ég skilaði prófinu tveimur mínútum fyrir skil....aldrei gert það svona seint.

Nóg um eitthvað próf!

Ég fór og hitti svona indælar stelpur (og strák) á föstudaginn seinasta (já ég veit! hefði átt að vera heima að læra fyrir prófið í dag). Við vorum að drekka bjór og spjalla saman. En þetta voru Sara, Birna, Heiðdís og Sigursteinn. Það var mikið spjallað og sprellað en ekki fórum við niður í bæ. Það er svosum ágætt, nema hvað að ég kom bara svo full heim eftir allt þetta áfengi að dagurinn eftir var ekki eins og ég ætlaði mér.....ég tók nú einhverjar myndir. Mjög svo fáar og ekki nógu góðar, en set þær samt hér inn:


Fallegt fólk? Þið vitið alveg hverjir þetta eru.

En svo er bara skil á heimaprófi á föstudag og próf næsta þriðjudag....mega súper dúper stuð hjá mér.

Reyndar verður nú alveg örugglega stuð á föstudaginn. Anna Lilja ætlar að skella sér í bæinn og þá verður nú gaman!

Sjáumst!

miðvikudagur, 18. febrúar 2009

Leikhús

Ég fór í leikhús í gærkvöldi. Ég fór að sjá Kardimommubæinn og vil taka það fram að þetta var vegna skólans sem þetta leikrit var fyrir valinu. Við fengum frítt á þessa fyrstu sýningu í gegnum Barnabókmenntir. Versta er að þegar ég kom í Þjóðleikhúsið, sæti 175 í 9.röð, að ég hefði átt að hafa eitthvert barn með mér. Ég var ein, barnlaus og vinalaus, umkringd fullt fullt af foreldrum, öfum, ömmum, börnum og barnabörnum. Mér var mjög svo utangátta, passaði engan veginn inn í áhorfendahópinn...

Þetta var mjög skemmtileg sýning og gaman að vera upplifa hana með svona mikið af börnum. Þau hlógu mikið að leikritinu. Sérstaklega fannst mér skemmtilegt að sitja við hliðina á 3-4 ára gamalli stelpu. Hún hafði mikinn húmor fyrir látbragði leikaranna, hún hló meira af því heldur en því sem þeir sögðu, það var mjög fyndið. Svo í hléinu var litla stelpan að tala við pabba sinn og var að upplýsa hann um allt sem væri bannað í leikhúsi, eins og að öskra, og það má ekki setjast í hvaða sæti sem er og svona. Mjög fyndið...

Annars er nú bara verkefnavika framundan. Heimapróf á mánudaginn, skil á öðru verkefni föstudag eftir viku og svo próf þriðjudag eftir tvær vikur. Skemmtilegt...? Mér kvíðir helst fyrir heimaprófinu á mánudaginn. Þetta er þannig að það er bara opið í x langan tíma. Ég hef nefnilega aldrei tekið slíkt próf....heldur ávallt fengið verkefni sem ég hef haft viku til 10 daga að gera. En ég vona að þetta gangi vel hjá mér.

Ég er að hugsa um að fara núna út í bóksölu og kaupa litla bók sem ég get skrifað uppskriftir í. Ég var nefnilega hjá henni Birnu um helgina og þá var hún að leita að uppskriftarbókinni sinni (sem vonandi er komin í leitirnar). En í hana skrifar hún uppskriftir sem hún finnur á netinu eða fær hjá einhverjum og geymir. Mér finnst þetta svo sniðugt að ég ætla að herma eftir henni!

Í tímanum eftir hádegi hjá mér erum við að fara horfa á El Cid, vona hún verði skemmtileg. Hún er 188 mínútur og það er svo erfitt að sitja svona lengi og vera horfa kannski á eitthvað sem er leiðinlegt...


Sjáumst!

mánudagur, 16. febrúar 2009

Listi2

Þetta verður slæmur listi. Ég er að vísu ekki í fúlu skapi í dag (sem er eiginlega bara ágætt) en ætla samt að gera fúlan lista:

  • Ég er þreytt.
  • Mér er kalt.
  • Einbeiting mín er í lágmarki.
  • Ég er með harðsperrur.
  • Það er skítugt heima hjá mér og ég nenni ekki að þrífa.
  • Það er rigning.
  • Ég er að fara vinna á eftir...
  • ...og ég er svöng.
En eins og seinast, þá er þetta flest allt sem ég get lagað að sjálfsdáðum. Til að mynda get ég lagt mig í smá stund, farið í peysu til að hlýja mér. Þrifið heima hjá mér og fengið mér að borða. Þetta með harðsperrurnar, vinnuna og rigninguna get ég lítið breytt...

Vona að dagurinn ykkar er jafn fúll og minn!

Sjáumst!

sunnudagur, 15. febrúar 2009

Valentínusardagur...

Það var valentínusardagur í gær sem er svosum ekkert merkilegt nema það var einnig úrslitakvöld í Euróvisjóninu Íslenska. Við skötuhjúin horfðum nú á þetta í gær, enda ekkert á leiðinni á djammið, maður verður að hvíla sig aðeins á því. Allavega, þá voru nú alveg ágætislög þarna í gær og mjög gaman að þeim "systrum" sem kynna lögin.

Besti söngvarinn er að mínu og eflaust Sigþórs mati líka, hann Edgar Smári, nema hvað hann var í tveimur atriðum; kúrekarnir og svo eiginlegt gospel atriði. Svo var þarna Ingó í veðurguðunum, einhver pía með hárkollulegt hár, Hara systur, færeyski íslendingurinn, Jóhanna Guðrún (eða Yoanna) og svo uppáhaldið mitt, lítil krúttleg stelpa að syngja lag eftir ömmu sína.

Það lag heitir Vornótt og finnst mér það langfallegasta lagið í keppninni. Rosalega krúttleg stelpa í sætum kjól að syngja lag sem amma hennar samdi. Lagið hafði svona gamaldagsbrag yfir sér sem mér finnst svo heillandi. Vornótt hefði átt að vinna að mínu mati og fara út í Eurovision keppnina, það hefðu allir heillast af þessu lagi og krúttlegu stelpunni, sem heitir svona fallegu og töfrandi nafni; Hreindís....alveg fellur það við lagið Vornótt.

Svo erum við að glápa á þetta hérna í gærkvöldi og kusum meira að segja! Talandi um að lifa sig inn í sjónvarpsefnið! Við kusum Vornótt og alveg viss um að það myndi annaðhvort vinna eða vera með þeim efstu. Svo er kosningu lokið og úrslit komin í ljós og hvað gerist?? Ingó og Jóhanna Guðrún eru tvö efstu lögin og það sem verra er vann Jóhanna Guðrún?!! Ég er ekki alveg að skilja þetta fyllilega vel. Við Sigþór fórum að velta því fyrir okkur hvort það væri kannski bara miðaldra konur að kjósa? Svona konur sem finnst Jóhanna vera svo sæt og heillandi stúlka með svona góða söngrödd....eða eitthvað. Allavega var ég stórhneyksluð og hálf móðguð að "þjóðin" hafi valið þetta lag til að fara út....

Hér er hægt að hlusta á Vornótt, lagið sem mér finnst besta lagið;

VORNÓTT

Sjáumst!

fimmtudagur, 12. febrúar 2009

Listi

Ég er að hugsa um að fara gera svona lista af og til, lista af öllu og engu, bara svona til gamans. Fyrsti listinn er listi yfir hluti, mat og allt sem mig langar í akkúrat núna:

  • Kóka kóla
  • Faðmlag
  • Lakkrís
  • Ímyndunarafl
  • Litla frænku (er að bíða eftir að systir mín eignist barnið sitt)
  • Sól og hita
  • Nýja fartölvu
  • ....og síðast en ekki síst, mega súper gáfaðan heila!!!
Þetta var stuttur og fínn listi. Það er einn hlutur af listanum sem ég get hlaupið og fengið mér strax, já það er kóka kólað sem er yfirleitt til heima hjá mér, enda mjög svo mikill fíkill á þann unaðslega drykk. Ég gæti svosum farið og faðmað Simba, þá er ég búin að fá tvennt af þessum lista...hmmm......

Ætla að deila með ykkur mynd af honum í staðinn:



Sjáumst!

miðvikudagur, 11. febrúar 2009

2009

Lífið í byrjun árs 2009...hmmm....
  • frestun útskriftar
  • minna starfshlutfall
  • fleiri áfangar í skólanum
  • mótmæli á eftir mótmælum
  • bubbi syngur um byltingu vorið 2009...?
svo er eflaust eitthvað meira, þetta er bara byrjunin á árinu.

Frestun útskriftar minnar þar til í febrúar 2010 er sökum þess að meðaleinkun mín er of lág fyrir framhaldsnám, að ég þarf að taka áfanga í staðinn fyrir aðra áfanga. Þetta eru engin endalok, bara lengri tími í skólanum. Ég er nú alveg í áhugaverðum áföngum þessa önnina, Barnabókmenntir, Bókmenntir minnihlutahópa og Kvikmyndasaga. Mér finnst nú skemmtilegastur barnabókmenntir, kannski vegna þess að umfjöllunarefnið eru bækur fyrir börn! Þær eru auðlesnar og yfirleitt með einhvern auðsjáanlegan boðskap, en ég er nú ekki bara lesandi barnabækur, heldur líka fræðilegar greinar um eins og hana Grýlu og Jólasveinana...Grýla er sko ekki hress, eða var það ekki fyrst:


Svo er hún víst búin að linast og er orðin pirruð húsmóðir sem vonar innilega að börn verði óþæg svo hún geti étið þau....

Í kjölfar þess að meðaleinkunn mín er ekki nógu góð og fjölda áfanga minna þessa önn ákvað ég að minnka við mig vinnuna, í stað þess að vera í 50% vinnu fór ég í 30% vinnu. Gallinn við það að vera í 30% vinnu er að maður nennir eiginlega aldrei að fara vinna því maður vinnur svo sjaldan! Þetta er fáránlegt en svona líður mér bara....svo auðvitað þegar ég er komin í vinnuna er þetta í lagi, ég meina, ég er að vinna 4-6 tíma í einu, sem er ekki neitt!

Mótmælin á Austurvelli....ég hef ekki mætt á þau, veit ekki hvort ég eigi að skammast mín eða ekki, en málið er bara að mér finnst erfitt að vera á mótmælum og mótmæla einhverju sem ég hef ekki nægilegt vit á. Til að mynda ef ég væri spurð; af hverju ertu að mótmæla? Þá myndi ég stama út úr mér...."ríkisstjórninni?" Það vita auðvitað allir í grófum dráttum hverju mótmælt er....kannski skammast ég mín aðeins fyrir að hafa ekki mótmælt :S

Er komin bylting eða er hún á leiðinni?

Sjáumst!

fimmtudagur, 29. janúar 2009

Ný síða

Ég tók þá ákvörðun að hætta með www.123.is/brynjadis því það kostar að vera með þá bloggsíðu.
Ætla því að nýta mér googlið, bloggið hjá þeim og myndsíðuna líka.
Maður verður nú að nota það fría á svona krepputímum!

Ég er að vísu ekki búin að ákveða hvort eða hvernig blogg þetta verður, býst nú við því að allt mögulegt verði hér....sjáum bara til.

Brynja belgur!